Monday, April 7, 2008

æ já - flott helgi

það er nú gaman að lifa, varla hægt að neita því - skíðaði af svo mikilli áfergju á laugardaginn í Bláfjöllum að á köflum fannst mér að huxanlega myndi ég alveg geta orðið sæmileg í þessari íþrótt einhvern tímann þannig séð, og skíðapartíið um kvöldið var fruntalega skemmtilegt, í kaflanum milli fjalls og partís fórum við gunný á sálumessu verdis í hallgrímskirkju og ef maður væri ekki svona mikið hross hebbbði maður hágrenjað þar meira og minna, það var ægifagurt verk í frábærum flutningi - á sun strunsuðum við hrefna í kópavog að ná í bílinn, skoðuðum mikines og svo fórum við litla geit í gvuðdómlega fermingu til berglindar og ásgríms í krúttlegum gömlum leikfimissal í Miðbæjarskólanum - jesss helgin gerir alveg fullt hús!

No comments: