Wednesday, December 19, 2007

ugla var það heillin!

margrét og pésen komu einsog hverjir aðrir vitringar og færðu gjafir á meló: lax, hin sígildu reyktu partí-silungsflök norðan af Sléttu og alklæddar rjúpur sem hvíla nú sitt fagra höfuð undir væng í ísskápnum og bíða jólanna, ég sýndi geitum þennan feng og þær rifjuðu upp angistina hjá nágranna okkar á Lágholtsvegi, viktor sem var af grænmetisætum í þriðja lið, hann var bara 5 ára og kom að vísitera guðrúnu á aðfangadagsmorgun einsog alla aðra morgna og varð um og þó mest ó þegar hann kom inn í eldhús þarsem rjúpurnar lágu á borðinu og argaði af skelfingu: ætliði að borða dauðar uglur í kvöld????? -

1 comment:

Anonymous said...

Heppin að fá virtingana til þín með gull, reykelsi og mirru nútímans. Ugla var það heillin minnir mig á hápunkt leiklistarferils míns undir stjórn Rafns heitins i leikritinu Ýsa var það heillin. Skyldi reyndar ekki þennan hárfína þjóðsöguhúmor en hann féll alla vega nesjamönnum vel í geð. Sá litli hefur ef til vill hljóða ámóta og þú þegar kana-jólasveinninn kom á prestsetrið???
H.S.